Núna er bannað að fyrirgefa og kærleikur bannaður.

Prestur í Hafnarfirði féll marflatur á svelli slakrar rökvísi þegar hann fullyrti eftirfarandi efnislega: Í faðirvorinu er okkur kennt að fyrirgefa. Mannréttindanefnd Reykjavíkur vill ekki trúboð í skólum. Þar með er börnum kennt að fyrirgefa ekki. Það er nánast skiljanlegt að innvígður jésúkarl fari á svig við rökvísi í ljósi þess hvað hann hefur kosið að ævistarfi. Er ekki svo að Trú tekur við þar sem skynsemi sleppir og því kannski ekki nema von að svona trúverðir sveigi hlutina til.

Það er aðeins erfiðara að skilja þegar málsmetandi menn, sem almennt flytja hófsamt mál með stillingu, missa sig í mistúlkunum. Þetta gerðist þegar Þorsteinn Pálsson skrifaðir "Tími þótti vera kominn til að takmarka kærleikshugsjón kristinna manna í skólum höfuðborgarbúa." Fleira í þessum dúr skrifaði Þorsteinn jafn hæpið í pistli sem birtist 24. des hérhttp://www.visir.is/vefur-thjodar-og-kirkju/article/2011712249987

Restin af annars vönduðum pistli er reist á þessum grunni. Það er ver. 

Ekki ætla ég að hætta mér út á þá hálu braut að færa rök fyrir eða gegn trúboði enda er það alfarið önnur umræða. Ég harðneita að þegja undir svona málflutningi. Rökvillan er í ætt við þetta: Mamma kennir barni að hjóla. Skólastjórinn vill ekki að það sé hjólað innanhúss. Það er bannað að hjóla.

Þessi röksemdafærsla slær því föstu að aðeins mæður kenni hjólreiðar og það í bland við bann skólastjórans útvíkkast í að ekki skal hjólað.

Ef eitthvert fólk vill láta uppblásna preláta og forpokaða hempuskjóna innprenta börnunum einhvern sannleika lífsins mun það gerast en það ætti að vernda börn hinna frá þeim kringumstæðum eins og kostur er.

Ég er ekki að finna að skoðunum Þorsteins Pálssonar, eða annara, varðandi aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi eða skoðunar fólks á ákvörðun Mannréttindanefndarinnar. Ég er fyrst og fremst að benda á að annað hvort skortir fólk skilning eða það afbakar málin vísvitandi. Þessu á ég erfitt með að trúa uppá Þorstein Pálsson og skrifa þetta því á reikning fljótfærni hans eða misskilning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband