Ekki græt ég þessa stjórn

Þessi gengdarlaust vitlausa niðurskurðar, skattahækkana og afturhaldsstjórn þarf að fara frá. Það eins ranga í núverandi stöðu er að hún haldi velli með tilstyrk einhvers stjórnmáalaflokks líkt og framsóknarflokkurinn gerði sig sekan um síðast.
Við þurfum að losna undan þú óstjórnar oki sem ríkisstjórnin er að leggja á okkur. Það vill svo til að ég er í nokkru sammála Lilju Mósesdóttur og ég held að það þurfi að fara varlegar í afturhald og niðurskurð en nú liggur fyrir að eigi að gera. Það er vel gerlegt að skattleggja inngreiðslur á séreignarsparnað og gera það bara tímabundið. Það er lítið flóknara en að merkja inngreiðslur og halda utan um ávöxtun þeirra sérstaklega. Tölvur gera þetta sérlega vel.
Við þurfum að losna við þetta lið sem er á alþingi núna, og þá er ég að meina aðra og fleiri an bara ríkisstjórnina og hennar ára. Ég er ekkert síður að meina suma þingmenn stjórnarandstöðunnar. Það er hneisa að Þorgerður Katrín skuli hafa snúið aftur. Það er ótrúlegt að Bjarni Benediktsson skili sitja sem fastast í ljósi stöðu sinnar. Marga fleiri má tína til sem eiga meiri og minni þátt í því ástandi sem núna ríkir. Gerendurnir utan veggja alþingis er vel þekktir og ættu að sitja inni þó það sé ólíklegt að það gerist. Þeirra mannorð og æra er að eilífu farinn og það verður líkast til ekki mjög margt annað sem þeir tapa. En það sem við getum haft bein áhrif á er að þeir sem báru ábyrgð á þessu eftirlitsleysi og glæpsalega framferði hér ríkti far frá völdum með skömm.
mbl.is Telur óvíst að stjórnin lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér í mörgu. Ríkisstjórnin þarf að fara frá sem fyrst, því fyrr því betra, því fyrr því betri og meiri möguleika eiga fleiri íslendingar á að komast af. Komast upp úr kreppunni og þeim heljargreipum sem umlykja margan manninn þessi misserin. Mér segir svo hugur að jafnvel hefði verið hægt að bjarga nokkrum mannslífum ef þessi stjórn hefði látið sér segjast strax og hefði ekki meðvitað ákveðið að túlka orð landsmanna í öllum sínum mótmælum við stjórnina, algjörlega á skjön við það sem hún meinti, og eins og fáráðlingar lýstu þau yfir, Jóhanna og Steingrímur að þjóðin væri ekki á móti þeim. Maður veit ekki hvort þau eru svona vitlaus eða bara svona ótrúlega tapsár. Og mikið rétt hjá þér, auðvitað á Sjálfstæðisflokkurinn að losa sig við Þorgerði Katrínu. Ekki einu sinni fólk sem telur sig Sjálfstæðismenn getur sætt sig við að hún sé þarna komin aftur. Það er eins og stjórnmálamenn og konur haldi að Alþingi sé starfsvettvangur fyrir sorann, það er með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi meðtekið Þorgerði aftur og ég held hann muni tapa mörgum atvikum vegna hennar í næstu kosningum ef þeir hafa ekki dug í sér að losa sig við hana.

assa (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 02:27

2 identicon

Biðst forláts. Auðvitað átti að standa atkvæðum í stað atvikum í síðustu setningunni hjá mér hér að ofan.

assa (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 02:35

3 identicon

Það grætur engin þessa stjórn. Hún VERÐUR að fara af jafn augljósum ástæðum og það VERÐUR að reita arfa til að blómið sem vex í skugga hans fái notið sólskins og regns án þess hann ræni það því, og vaxið og dafnað.

Ríkisstjórnin er sem vampíra á Íslensku þjóðinni, sýgur hana sem naðra, sem arfi blóm. Hún byrgir henni sólarsýn með hræðsluáróðri (MUNIÐ ÞIÐ EFTIR LYGUNUM UM AÐ VIÐ YRÐUM AÐ SAMÞYKKJA ICESAVE 1 ANNARS FÆRI ALLT ILLA?????!!!!!!!!!!! EINHVER FEGINN AÐ HAFA EKKI TRÚAÐ ÞEIM OG LOSNAÐ VIÐ HUNDRUÐI MILLJARÐA Á ÞVÍ AÐ BÍTA EKKI Á AGNIÐ!!!!?) Hræðsluáróður sinn stundar hún skammlaust líkt og forhertur glæpamaður fyrir elstu mafíur heims, fyrrum heimsveldin sem hafa blóðsogið Afríku og halda henni enn í skuldafangelsi og eru helsta orsök ævarandi fátæktar þar.

Við höfum tvo valkosti: DEYJA eða LOSNA VIÐ RÍKISSTJÓRNINA STRAX!!!!!!!!!!!!!!!!!

HRINGJUM INN BYLTINGUNA !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 03:07

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi fyrsta raunverulega vinstri stjórn í sögu lýðveldisins hefur ekki átt við auðveld mál að eiga:

Arfur bankahruns eftir fjármálaóreiðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og e.t.v. Samfylkingar frá vori 2007, er ekki auðvelt að glíma við. Popularistar eins og Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. vilja gera lítið úr vandanum en benda einungis á gamaldags lausnir sem eru fólgnar í endalausu uppbyggingu á sviði áliðnaðar sem getur varla haft í för með sér nema hrikalegt hrun þegar þar að kemur að endurvinnsla einnota álumbúða hefst í Bandaríkjunum. Takmörk þessa efnahagsundurs eru fyrir löngu augljós og má sjá andhverfu þessa áliðnaðart.d. í gríðarlega umfangmiklu umhverfisslysi í Ungverjalandi nú nýverið. Í þróunarlöndunum eru svona „óhöpp“ jafnvel enn svæsnari en eru þögguð niður af skiljanlegum ástæðum.

Við eigum að byggja upp okkar atvinnu á eigin forsendu. Af hverju má t.d. ekki skógrækt vera stunduð meira á Íslandi en verið hefur? Það er nánast „tabú“ að kinnast á slíkt af ókunnum ástæðum þó svo skilyrði séu víða mjög góð.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 31.12.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband