Sykurskert

Þessi yfirgangur í Jóni Gnarr og félögum er ótrúlegur.

Þessi frétt er fáránleg. Það er ekki verið að lækka neitt! Það er verið að hækka minna en til stóð. Í ofanálag er okkur boðið uppá minni þjónustu ef við viljum fá meiri lækkun á hækkuninni.

Hjá mér háttar þannig til að mínar tunnur standa á lóðarmörkunum. Það er að segja úti við innkeyrsluna sem liggur að bakhúsi fyrir aftan mitt hús. Innkeyrsluna á Borgin. Ég trúi illa að bakhúsið verði neytt til að greiða aukreitis fyrir sorphirðu þó að lóð þess húss sé meira en 15 metra frá götu einfaldlega af því að þau eiga þess ekki kost að hafa sorpílát sín nærri götu. Ef það hús þarf ekki að greiða þarf ég það ekki heldur í nafni jafnræðis. Nú er að sjá hvernig þetta verður framkvæmt.

Kókómjólk er í grófum dráttum mjólkurafurð með alls kyns aukabúnaði og bragðefnum. Meðal þeirra er ótæpilegt magn af sykri. Reyndar er líka á boðstólunum kókómjólk sem ekki er búið að bæta alveg jafn miklum sykri í. Sú er kölluð sykurskert. Þetta er jafnast á við vitleysuna sem borgin lætur frá sér núna. Hækkun er kölluð lækkun af því að hún er minni en hún átti að vera.

Orðið vitskert kemur upp í hugann.


mbl.is Borgin lækkar sorphirðugjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf fyrst og fremst að vera samræmi

Lögreglan vomir yfir atburðum í Laugardalhöll og sektar mikinn fjölda bíla sem lagt er upp á gras meðfram aðkeyrslu að höllinni. Bílastæði eru takmörkuð og þarna eru þessi bílar ekki fyrir.

17. júní var mörgum bílum lagt uppá grasið meðfram Hringbraut. Þetta var reyndar mikið færri bílar en venjulega en ég sá ekki eina sekt á þessum bílum.

Mér er bara spurn, hvaða regla gildir í þessu. Er þetta bara geðþóttaákvörðun?


mbl.is „Lögreglan sýni skilning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar í ósköpunum er umboðsmaður skuldara

Hefur eitthvað spurst til umboðsmanns skuldara? Er umboðsmaðurinn að gera eitthvað annað og gagnlegra en að samsinna fjármálafyrirtækjum í afstöðu þeirra til endurreiknings lána? HÍ og HR létu fjármálafyrirtækin reikna tvö eins lán á mismunandi forsendum að beiðni US. Stærðfræðingar háskólanna komust að þeirri niðurstöðu að þetta væri svona nánast eins framkvæmt en tóku ekki afstöðu til lagalegra forsendna fyrir aðferðinni. Niðurstaðan var þar með bara að fyrst allir gera eins þarf ekki að fjölyrða um málið og "Umboðsmaður skuldara hefur ekki heimild til að að kveða upp úr um hver sé hin rétta aðferðafræði samkvæmt lögunum. Umboðsmaður skuldara hvetur fjármálafyrirtæki til að láta lántakendur njóta vafans við endurútreikning lána." Takið eftir "...hvetur...". Þetta er svona "plís, vertu næs"

Hvaða þvæla er þetta? Er það ekki hlutverk US að leita réttar skuldara og koma fram fyrir þeirra hönd. Er bara nóg að spyrja þá sem við teljum brjóta á skuldurum hvort þeir telji sig gera það og svo bara sætta sig við svarið?

Má ég þá biðja um að þetta embætti verði lagt niður og Hagsmunasamtökum heimilanna eða Samtökum lánþega verði falið að standa vörð um þá sem eru, með dyggri aðstoð stjórnvalda, að verða undir í baráttunni við fjármálafyrirtækin. Þessi samtök gera alla vega eitthvað í málunum en sitja ekki bara á rassgatinu og taka því sem þeim er rétt.

 Þegar fjármálafyrirtækin senda handrukka gera SL eitthvað í málinu: http://lanthegar.is/?p=12586

Þegar stjórnvöld gefa út reglur, sem ekki standast lagalega um hvernig skuli standa að endurútreikningi lána, semda HH kvörtun til ESA, og fylgja henni eftir með ferð til Brussel.

Hvað gerir umboðsmaður skuldara? Jú, afgreiðir 27 mál af tæplega 3000 sem hafa borist. Annað ekki. Ekkert frumkvæði, enginn dugur.


Ekki sæi ég eftir honum.

Er ekki hægt að fá manninn til að flytja til Grænhöfðaeyja bara strax. Eina kolvitlausa ástæðan til að kjósa með því að samþykkja Icesave er að maður er búinn að fá leið á því. Það er nákvæmlega það sem svavar Gestsson gerði þegar hann nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir sér og kom hróðugur aftur til Íslands með upphaflega samninginn. 

Hann viðurkennir að hann skilur ekki málið og ætlar að taka afstöðu í þessu stórmáli af því að honum leiðist. Hann sagði sjálfur að hann þyrfti að komast yfir Icesave for Dummies. Ég er farinn að hallast að því að það sér rétt.

Ég held honum væri nær að halda í sér bullinu og hætta að tala niður gjaldmiðil Íslands. Burtséð frá hvað honum finnst um krónuna þá hlýtur það að teljast í hæst máta óábyrgt, og ekki beinlýnis þjóðhagslega hentugt að grafa undan gjaldmiðli landsins. 


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegan æsing

Eru menn ekki að gleyma dóttur samningamannsins slynga. Svandís á eftir að finna einhverja leið til að stoppa þetta.

Menn hljóta að sjá það í hendi sér að ef hér er tækifæri til að skapa atvinnu mun Svavarsdóttir ekki hvílast fyrr en hún nær að stoppa framtakið.


mbl.is 17 milljarða fjárfesting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki græt ég þessa stjórn

Þessi gengdarlaust vitlausa niðurskurðar, skattahækkana og afturhaldsstjórn þarf að fara frá. Það eins ranga í núverandi stöðu er að hún haldi velli með tilstyrk einhvers stjórnmáalaflokks líkt og framsóknarflokkurinn gerði sig sekan um síðast.
Við þurfum að losna undan þú óstjórnar oki sem ríkisstjórnin er að leggja á okkur. Það vill svo til að ég er í nokkru sammála Lilju Mósesdóttur og ég held að það þurfi að fara varlegar í afturhald og niðurskurð en nú liggur fyrir að eigi að gera. Það er vel gerlegt að skattleggja inngreiðslur á séreignarsparnað og gera það bara tímabundið. Það er lítið flóknara en að merkja inngreiðslur og halda utan um ávöxtun þeirra sérstaklega. Tölvur gera þetta sérlega vel.
Við þurfum að losna við þetta lið sem er á alþingi núna, og þá er ég að meina aðra og fleiri an bara ríkisstjórnina og hennar ára. Ég er ekkert síður að meina suma þingmenn stjórnarandstöðunnar. Það er hneisa að Þorgerður Katrín skuli hafa snúið aftur. Það er ótrúlegt að Bjarni Benediktsson skili sitja sem fastast í ljósi stöðu sinnar. Marga fleiri má tína til sem eiga meiri og minni þátt í því ástandi sem núna ríkir. Gerendurnir utan veggja alþingis er vel þekktir og ættu að sitja inni þó það sé ólíklegt að það gerist. Þeirra mannorð og æra er að eilífu farinn og það verður líkast til ekki mjög margt annað sem þeir tapa. En það sem við getum haft bein áhrif á er að þeir sem báru ábyrgð á þessu eftirlitsleysi og glæpsalega framferði hér ríkti far frá völdum með skömm.
mbl.is Telur óvíst að stjórnin lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð þversögn

Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að Borgin hyggst hækka fjárhagsaðstoð sína um 19%. Þetta er ábyggilega vel þegið og kemur sér að öllum líkindum vel fyrir þá sem þetta þurfa og fá. Ekki fetti ég fingur út í það og finnst eingöngu verst að til sé fólk sem er svo illa statt að það þurfi á þessari aðstoð að halda. Fréttinni um þetta fylgdi líka að í desember yrði greitt út jólauppbót að upphæð kr. 31.385 og það finnst mér athyglisvert.

Ég ætla nú ekki að missa mig yfir þessu því að ég geri þá bara ráð fyrir því að á næsta ári verði tilkynnt um sambærilega jólauppbót í janúar fyrir rétttrúnaðarkirkjufólk, páskauppbót fyrir gyðinga, ramadanuppbót fyrir múslima, og svo framvegis. Í ljósi afstöðu borgarinnar varðandi trúboð í skólum og sem ég get vel tekið undir hlýtur borgin núna að gæta samræmis í afstöðu sinni. Ég er samþykkur þessu öllu saman vegna þeirrar skoðunar minnar að gera skuli öllum jafn hátt undir höfði og ef verið er að greiða einum trúarhópi uppbót til að auðvelda þeim trúartengd hátíðarhöld hljóti önnur trúarbrögð að njóta þess sama.


Skammastu þín Skúli

Mikið ertu lítill maður Skúli Helgason.

Segist hafa lagst yfir öll málsatriði og farið vandlega yfir málið og svo kemstu að þessari niðurstöðu. Þín rök í málinu voru eins vitlaus og hægt er að hafa þau.

Geir skal ákæra af því að hann var verkstjórinn.

Björgvin skal ekki ákæra af því að hann vissi ekkert, þó honum bæri skylda til að vita.

Ingibjörg gerði ekkert af sér með því að halda upplýsingum frá Björgvini af því að Geir átti að sjá til þess að það væri ekki gert! 

Geir á samkvæmt þessu að bera ábyrgð á afglöpum Ingibjargar en ekki hún sjálf.

Þú ert ómerkilegur maður Skúli Helgason.


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtaks þjónusta Íslenska heilbrigðiskerfisins

Álf... ummm... heiður Ingadóttir 'in skynsama er búin að finna út hvernig skal halda Íslenska heilbrigðiskerfinu á floti. Það er löngu dagljóst að Íslendingar eru svo heilsuhraustir að þeir skaffa Íslensku spítölunum ekki næg verkefni. Þetta lýsir sér meðal annars í því að vinkona hennar Forsætisráðherfan ákvað að lækka laun starfsfólks í heilbrigðisgeiranum af því að það er engin skynsemi í því að greiða fólki sem er iðjulaust og illa þjálfað morðfé.

Fleiri merki um þetta verkefnaleysi eru flutningur heilbrigðisstarfsmanna á borð við lækna og hjúkrunarfræðinga til útlanda í von um vinnu. Enn frekara dæmi um þetta er lokun deilda og fækkun sjúkrarúma sem hlítur einnig að mega rekja til verkefnaleysis. Ég er reyndar að gefa mér að þetta sé allt sökum verkefnaleysis því ekki getur verið að pólitísk forysta skjaldborgar fólksins sé svo skyni skroppin að hún herði að heilbrigðisþjónustu landsmanna af neinum öðrum ástæðum.

Sparivinur þeirra, sá sem núna skreytir stofur og ganga á Bessastöðun, náði tökum á "læknamafíunni" þegar hann var fjármálaráðherra hér um árið og hún hefur verið til friðs síðan.

Viti menn, ráðherra heilbrigðismála fann leið til að halda batteríinu á floti. Nú á að flytja til landsins veika færinga sem þarf að tjasla uppá. Þetta mun að sjálfsögðu leiða til þess að deildir munu opna og brottflutt starfsfólk mun flykkjast til landsins. Við þetta mun skapast rekstrargrundvöllur fyrir þessr stofnanir allar.

Plönin er svo að auka á útrásina sem þjóðin er svo hrifin af. Næst á að nema land í Grænlandi og hressa uppá vini okkar í vestri. Við höfum ennfremur augastað á Danmörku. Af hverju að stoppa þar?

Ég er mjög ánægður með þessa styrku stjórnun á heilbrigðismálum landsmanna og held að með þessu móti munu þeir 200 læknar sem þegar eru fluttir af landi brott flytjast til baka í hópum. Ég held að þetta fólk hafi reyndar ekki nokkurn hlut að gera með hærri laun en gáfutröllið í Forsætisráðuneytinu nema kannski þau fáu þeirra sem nenna að leggja eitthvað á sig til að komast í svona læknastarf og ef þau myndu nú drattast til að nenna að vinna almennilegan vinnutíma.

Áfram nú. Okkur vantar miklu fleiri svona sjéní í Ríkisstjórn. Okkur er ekki nó að hafa bara snillinga á Borð við Jón sjávarútvegs eða Svandísi afkomanda samningamannsins snjalla, svo ekki sé minnst á vin lítilmagnans ráðherrann í Skattaráðuneytinu. 

Það er bjart framundan þegar við höfum svona fólk í brúnni. 


mbl.is Færeyskir sjúklingar hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómerkingar

Eina ferðina enn sýnir DV og sannar hvers lags sora lýður er þar innanborðs við skriftir.

Mér verður ómótt þegar, annars sómakært fólk, púkkar uppá Reyni Traustason, son hans og það auma lið sem í kringum þá dansar og vitnar í skrif DV.

Hérlendis virðist með öllu ómögulegt að missa mannorðið og missa trúverðugleika. Það hefur DV sannað marg-ítrekað.


mbl.is Fordæmir nafn- og myndbirtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband